Sunday, July 1, 2007

Ferðsaga 1

Hola hola frá Honduras! Loksins erum við komin í samband við umheiminn. Ferðin gekk ótrúlega vel og litla PRINSESSAN stóð sig svo vel og vakti athygli alls staðar sem hún kom. Fólk vildi fá að taka myndir af henni með DÓRU greiðsluna. Svo fyndið. Fyrstu myndirnar sýna frá New York, þar sem við borðuðum á argentízkum veitingarstað BOCA JUNIORS, rétt hjá hótelinu. Héldum að við værum að fá fínan mat, en þvílíkur VIBBI. Allavega var bjórinn góður. Vöknuðum kl. 3.oo um nóttina til að ná í flugvélina til Miami og ekkert smá biðröð þegar við komum. Maður hafði á tilfinningunni að við myndum missa af vélinni. Til allarar hamingju var okkur hleypt fram fyrir. Flugið gekk vel og E. Narda var enn og aftur miðdepillinn. Hún söng og brosti fyrir alla. Biðum 3 tíma í Miami og létum tímann líða með því að fá okku hressingu og ganga um. E. Narda heillaði ferðalanga og margir biðu um að fá að taka mynd af þessari litlu stelpu, sem lítur út eins og DÓRA í vinsælli myndasyrpu. Frekar fyndið. Flugið til Honduras var ljúft og Senior Santos var orðin frekar spenntur. Enda ekki skrýtið, eftir nærri 3ja ára fjarveru frá fjölskyldu.
Julio frændi kom á pickup að sækja okkur og urðu miklir fagnaðarfundir. Allir biðu spenntir að taka á móti okkur í húsi Pablos. Iris, móðursystir var búin að útbúa fínan mat og var mikið faðmað og kysst, eins og þeirra er háttur. Var setið smá og spjallað, en ferðalangarnir frekar þeyttir eftir langt ferðalag, svo við fórum snemma í háttinn.
Daginn eftir var undirbúningur undir ¨veisluna miklu¨. Pablo var búinn að bjóða til fjölskyldu og vinarboðs uppí sveit, 30 mín frá. Mættum á staðinn kl. 16.30 og hittum fullt af fólki, sem tók á móti okkur með faðmlögum og kossum. Ótrúlega hlýlegt og yndislegt. Síðan kom fínn matur og nóg af veigum. Krakkarnir léku sér í hinum ýmsu leiktækjum. Síðan var farið aðeins útí skóg og þar byrjaði leikur, sem kallast Pinada. Fígúrur fylltar með sælgæti hengdar uppí tré og látnar síga hægt niður á meðan þátttakendur reyna að sprengja gat, svo sælgætið komi út. Skemmtilegt og mikil stemmning. Myndirnar sýna átökin.
Á eftir var haldið áfram og dansað smá, smá. Allir sælir og glaðir eftir skemmtilegt kvöld.
Okkur líður vel í húsinu hjá Pablo, en margt að venjast og mikið öðruvísi en heima. Maður venst samt ótrúlega fljótt og við njótum þess að vera hérna í faðmi fjölskyldu Pablos.
Í dag 3. júlí á PABLO "týndi sonurinn frá Íslandi" afmæli og hann býður til veislu innan skamms. Það verður örugglega mikil gleði. Það er svo gaman að sjá, hvað hann nýtur þess að hitta þessa samheldnu fjölskyldu og maður hlýtur að hugsa, hvað það hefur verið erfitt að koma í svona ólíkt samfélag eins og Ísland er (smá tengamömmuinnskot.
Hlökkum til að segja ykkur frá fleiri fréttum frá Honduras.
Hasta la vista

3 comments:

Anonymous said...

Hola todos !

Sé að það er yndislegt hjá ykkur. Greinilegt að allir hafa verið spenntir og glaðir að hittast. Vona bara að Pablo vilji snúa aftur.

Njótið áfram - við hugsum til ykkar.

Saludos y besos
Margrét

hk said...

Yndislegt hvað gengur vel hjá ykkur! Og Pablo... ¡feliz cumpleaños! :)

xxxxxxx

Anonymous said...

Gaman að fylgjast með ferðalaginu í gegnum bloggið, en samt meira gaman að tala við þig í símann 5 sinnum á dag.

Sakna ykkar ótrulega mikið.

Óli H