Friday, July 6, 2007

Ferðasaga 2

3. júli
Jæja kæru vinir, þá er að halda áfram að skrifa ykkur frá okkar högum. Pablo og Aðalheiður fóru í kirkjugarðinn til að leggja blóm á leiði mömmu hans Nördu. Fjölskyldan mætti og lagaði og snyrti til. Voða hátíðlegt, þar sem hún er mikils metin innan fjölskyldunnar
Afmælisveisla Pablos var skemmtileg. Margir vinir og ættingjar komu. Kokkur eldaði mat og allir skemmtu sér vel. Það er augljóst að hann á marga vini, sem vilja hitta hann. Ánægjulegt kvöld í yndislegu veðri.
4. júlí. Hlýtt og gott veður. Fórum í sund í hótelsundlaug rétt hjá okkur. Voða gott og rólegt. Bara við og lítil stelpa með ömmu sinni, sem vildi endilega leika við Elísabet Nördu. Hún er farin að tala spænskuna ótrúlega vel. Nutum þess að vera í rólegheitum eftir öll veisluhöldin og fórum út að borða um kvöldið á skemmtilegum veitingastað LA CREPERIA.
5. júlí.
Litla fjölskyldan var boðin í morgunmat með vinkonu Nördu á veitingarstað í nágrenninu. Þeim fannst voða gaman að hitta þessa skemmtilegu konu og rifja upp góðar minningar.
Við mæðgur vorum búnar að ákveða að fara í bæinn og skoða staðinn, sem Aðalheiður var að vinna á og heimsækja markaðinn. Allt var iðandi af fólki og ótrúlega stór markaður með alls konar kræsingum, ávöxtum, grænmeti, kryddi og ekki hægt að sjá að það skorti neitt. Við gengum um og skoðuðum, en okkur fannst frekar óþægileg tilfinning í þessu umhverfi. Vorum á leiðinni út þegar allt í einu Aðalheiður byrjaði að hrópa ¨nei, nei, no, no mamma, mamma¨ Ég leit við og sá að hópur af ungum strákum réðust á hana og toguðu í litlu hliðartöskuna. Ég sá hvað var að gerast og reyndi að hjálpa til og öskraði á þá, en það bættust bara fleiri í hópinn, svo það var ekkert annað að gera, en að gefa eftir og þeir hurfu burt á svipstundu. Enginn reyndi að hjálpa og augljóst að fólkið var bara hrætt að skipta sér af. Hugsa sér að þetta gerist um hábjartan dag innan um fullt af fólki. Við flýttum okkur að ná í leigubíl og komast í burtu sem fyrst. Hjartað bankaði ansi hratt og frekar óþægileg tilfinning fór um okkur. Aðalheiður er öll særð og marin á handleggjunum eftir átökin. Við megum víst teljast heppnar, að hafa sloppið svona vel, þar sem við heyrðum af miklu verri átökum, þar sem árásarmennirnir voru með vopn. Þetta voru bara unglingar 12-15 ára. Sem betur fer voru engin kort, passar eða pappírar. Bara myndavél, sem var gömul (að vísu búið að taka myndir á hana frá markaðnum, svo það verða engar myndir sendar þaðan) lyktar að húsinu og peningar. Maður er búinn að upplifa atvikið nokkrum sinnum í huganum og þakkar fyrir að ekki fór verr. Um kvöldið vorum við boðin í matarboð til gamallar vinkonu Nördu. Hún bjó í mjög stóru og flottu húsi skammt frá okkur. Ánægjulegt kvöld með nokkrum öðrum konum. E. Narda lék á alls oddi og heillaði konurnar með sínu fallega brosi. Órúleg þessi stelpa.
6. júlí. Ansi heitur dagur. Fórum í ¨Mollið¨, sem er besti staðurinn í svona hita og öruggur sic...... Senior Santos stóð sig vel og verslaði heilmikið, enda allt svo ódýrt og hægt að fá allt, sem hugurinn girnist. Náðum í Carmen (konan, sem Aðalheiður bjó hjá) og barnabarn hennar og buðum þeim út að borða á fínan veitingarstað. Hún lét á alls oddi og söng trallaði. Ótrúlega skemmtileg kona. Ekki hissa á, að Aðalheiði hafi liðið vel hjá henni, enda eru þær góðar vinkonur. Hún kom með gjafir handa öllum. Skemmtilegt kvöld.
Ferðalagið til pabba Pablos byrjar á sunnudaginn og síðan haldið áfram til Roiatan, eyjunnar í Karabíska hafinu, þar sem við verðum 4 nætur.
Heyrið meira frá mér eftir það ferðalag.
Kveðja frá Honduras.

2 comments:

Anonymous said...

Hola - ég var búin að skrifa komment en það hefur ekki skilað sér. Þú segir það satt það hefði getað verið verra, en samt óskemmtilegt að vera rændur.
Sé að þið hafið það rosalega gott elskurnar.
Kveðja frá okkur
Knús
Margrét

Unknown said...

Hæ hæ öll saman og til hamingju með afmælið Pablo!!! Þetta er nú meira fjörið hjá ykkur, þó að vera rændur svona hefur örugglega verið mikið áfall. En það hefði getað verið miklu verra þó.

Hér heima er búið að vera bara fínasta sumar síðan þið fóruð, vonandi að það haldist bara svona eftir að þið komið. Bráðum þarf ég nú að fara að taka mér orlof vegna veðurs. En annars er allt meinhægt. Ég hitti Natalie um daginn, hún var voða glöð og er að spá í að vera bara í Danmörku í vetur. Árni og pabbi eru að verða búnir að gera upp íbúðina á númer 14 og hún er orðin svakalega fín. Ég er orðin svoldið stór að framan, hlakka til að sýna ykkur það!

Hafið það gott og njótið hitans og strandarinnar !!

Knús og kossar xxxx
Hrönn og Steve.